Um Karma

Karma Jógastúdíó

Hinar mörgu víddir

jóga

Karma jógastúdíó var stofnað af Guðrúnu Reynis. Guðrún er Yoga Alliance viðurkenndur jógakennari sem útskrifaðist með RYT-500 frá Yoga Skyros Academy á Grikklandi eftir að hafa klárað fyrstu 200 tímana hjá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar. Guðrún hefur einnig lokið 200 tíma Yoga Alliance Professionals viðurkenndu námi í Trauma-sensitive yoga and somatics.

Guðrún er viðurkenndur Yoga Trapeze® kennari frá Yoga Teachers College í Barcelona. Að auki er hún með kennararéttindi í yin yoga, yoga nidra, pilates, foam flex og trigger point pilates. Guðrún hefur kennt jóga síðan 2013.

Karma Jógastúdíó er Yoga Alliance viðurkenndur skóli sem býður upp á 200 tíma jógakennaranám sem er viðurkennt af Yoga Alliance. Einnig býður Karma upp á 300 tíma framhaldsnám í jóga og styttri námskeið sem eru viðurkennd af Yoga Alliance sem endurmenntunarnámskeið fyrir jógakennara.

Umsagnir

Ég er mjög ánægð að hafa skráð mig í þetta nám, ég hef lært margt og þetta hefur allt verið mjög áhugavert og skemmtilegt. Jóga hefur hjálpað mér að tengjast minni andlegu hlið og ég myndi mæla með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að læra betur inn á sig sjálfa/n andlega sem líkamlega.

Adriana Rasha

Ég leit á að fara í jógakennaranám sem áskorun og að það væri góð leið til að koma mér út úr þægindarammanum. Í náminu sá ég jógað frá nýrri hlið og einnig lærði ég margt sem ég vissi ekki að væri hluti af jógaheiminum. Kennararnir voru mjög styðjandi, skipulagið var mjög gott og vel haldið utan um okkur. Ég mæli hiklaust með jógakennaranáminu hjá Karma og jógaskólanum.

Elva Ösp Ólafsdóttir

Ég lét loksins verða að því að fara í jógakennaranám eftir að langa til þess í 20 ár. Ég skoðaði margar síður og var bent á námið hjá Guðrúnu og Karma. Ég held að þetta sé með betri ákvörðunum sem ég hef tekið og sé ekki eftir neinu, ég hef lært ótrúlega mikið í náminu og held að ég muni getað notað allt sem ég lærði bæði í lífinu og jógakennslu.

Júlía Guðmundsdóttir

Tvö hundruð tíma jógakennaranám Karma og Jógaskólans er fjölbreytt, víðtækt og skemmtilegt nám. Ég fór fyrst og fremst í námið fyrir sjálfa mig og var óviss um hvort að ég myndi eða yfirhöfuð hefði að útskrift lokinni sjálfstraustið til þess að bjóða upp á mín eigin jóganámskeið. Nú er ég hins vegar spennt að sjá hvað ég mun gera með mitt nám sem og að seinna dýpka þekkingu mína í jóga með áframhaldandi námi. Guðrún og Edda voru frábærir kennarar. Þær lögðu mikla áherslu á ólíkar þarfir hvers og eins og að kenna okkur að hugsa um jógastöðurnar út frá því. Þær voru einnig mjög áhugasamar um allt það efni sem kennt var sem gerði tímana líflega og skemmtilega.

Eva Björg Sigurðardóttir

Rólujóga er æðislegt prógramm, skemmtilega krefjandi og nærandi fyrir líkama og sál. Mig hafði lengi langað til að prófa rólujóga og sé svo sannarlega ekki eftir að hafa prófað. Það að hafa róluna og böndin til að gera æfingarnar hentar mér mjög vel og mér finnst æðislegt að hanga á hvolfi og gera handstöður. Guðrún er frábær kennari.

Gugga Melsted

Ég hef tekið nokkur rólujóganámskeið hjá Guðrúnu og mæli algjörlega með þeim. Fjölbreyttur bakgrunnur hennar og mikil þekking endurspeglast vel í kennslunni þar sem hún blandar saman jóga, barre og styrktaræfingum. Tímarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og fljótir að líða. Guðrún hefur þann hæfileika að draga mig mátulega langt áfram í hvert sinn og byggja þannig upp hægt og rólega styrk og þrek. Þannig finnst mér ég yfirleitt geta mun meira en ég átti von á í hverjum tíma og komast dýpra í stöður. Svo hefur Guðrún mjög góða nærveru, er hlý og hvetjandi. Mæli svo mikið með þessu.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Ég hef verið í jógatímum hjá Guðrúnu Reynis í 2 ár. Áður en ég byrjaði að mæta til hennar í jógatíma þá hafði ég ekki mikla reynslu af jóga. Hinsvegar eftir þessi 2 ár þá náði ég að uppgötva leyndardóma jóga bæði líkamlega og andlega og á ég Guðrúnu miklar þakkir fyrir það. Guðrún er dásamlegur jógakennari. Hún er með mjög gott flæði í tímum og maður reynir mikið á sig þannig að maður finnur fyrir auknu þoli og styrk eftir tíma hjá henni. Hún stýrir tímunum ótrúlega vel og æfingarnar eru gerðar á hæfilegum hraða fyrir alla. Hún útskýrir einnig æfingarnar mjög vel þ.e.a.s. hvernig maður á að beita líkamanum í æfingunum. Hún kennir okkur líka mikilvægi öndunar. Guðrún er einn besti jógakennari sem ég hef farið til. Hún hefur líka svo fallega og blíða rödd þannig að það er mjög notalegt að hlusta á hana stýra tímunum.

Maríanna Bernharðsdóttir

Ég hef fylgt Guðrúnu Reynis síðan 2013 og finnst hún frábær kennari. Hún hefur góða nærveru, er vel að sér í fræðunum og leiðir tímana af miklu öryggi. Þannig geta bæði byrjendur sem og lengra komnir fengið mikið útúr tímunum þegar hún leiðir iðkendur í gegnum mismunandi erfiðleikastig jóga. Mér finnst tímarnir hjá Guðrúnu æðislegir. Þetta er tími sem ég gef sjálfri mér, burt frá daglegu amstri og þó að tímarnir geti vissulega verið krefjandi þá veita þeir mikla endurheimt þannig þú gengur út endurnærður á líkama og sál. Ég get vel mælt með tímunum hjá Guðrúnu.

Rúna Guðmundsdóttir

Ég mæli með jógakennaranáminu hjá Karma Jógaskóla. Guðrún og Edda eru frábærar kennarar. Námið hentar mjög vel fyrir vinnandi fólk. Það er kostur að hafa námið yfir svona langan tíma. Þá gefst góður tími milli lota að velta hlutum fyrir sér og prófa sig áfram. Námsefni og glærur eru framúrskarandi og úr því verður mjög flott jógakennsluhandbók sem maður getur nýtt sér aftur og aftur.

Louise le Roux

Jógakennaranámið hjá Karma og Jógaskólanum var frábært tækifæri fyrir mig til að þróast sem manneskja og til að bæta mig sem kennari. Mikill lærdómur sem nýtist á öllum lífsþáttum. Guðrún og Edda – takk fyrir skemmtilega samveru og takk fyrir mig.

Malgorzata Sambor-Zyrek

Mæli svo mikið með þessu jógakennaranámi ekki bara til þess að læra að kenna heldur líka til að dýpka eigin sjálfsþekkingu og skilning á jóga. Námið er bæði krefjandi og gefandi á sama tíma. Dásamlegir kennarar og ég bara get ekki mælt meira með!

Veróníka Björk Gunnarsdóttir

Ég hef verið í Hot Pilates, Hot Body og Hot Yoga hjá mörgum mismunandi þjálfurum, en mér finnst tímarnir hjá Guðrúnu Reynis bera af. Guðrún fer alltaf rólega og vel i hverja stöðu í jóga og heldur stöðunni um stund sem mér finnst skipta svo miklu máli. Guðrún fylgist vel með þátttakendum og leiðréttir stöðu hjá hverjum og einum ef með þarf. Mér líður alltaf vel og er sterkari og liðugri þegar ég stunda jóga hjá Guðrúnu, hún er mín uppáhalds.

Halla Matthildur Eiríksdóttir