1. Lýsing á þjónustu

Tilgangur friðhelgisstefnu er að tilkynna hvaða upplýsingum um viðskiptavini er safnað af HOME STUDIO („við“) þegar skráning í kerfið er framkvæmd, hvernig við geymum upplýsingarnar og hvernig við notum upplýsingarnar.

HOME STUDIO tekur friðhelgi viðskiptavina sinna alvarlega. Við leigjum ekki né seljum persónulegar upplýsingar viðskiptavina okkar. Viðskiptavinir hafa tækifæri á að skoða og fjarlægja upplýsingar með því að skrá sig inn í kerfið og uppfæra upplýsingar.

2. Söfnun og notkun upplýsinga

Við söfnum eingöngu upplýsingum sem viðskiptavinir deila með okkur í tengslum við skráningu. Til þess að geta nýtt sér þjónustu HOME STUDIO þurfa viðskiptavinir að skrá fullt nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer, land og reikningsupplýsingar, þ.m.t. kreditkortanúmer eða PayPal upplýsingar. Viðskiptavinir geta valið að deila ekki einhverjum af þessum upplýsingum en þá er ekki hægt að nota þjónustu HOME STUDIO.

3. Greiningar

Við söfnum og geymum ákveðnar upplýsingar um samskipti viðskiptavina við HOME STUDIO þ.m.t. vefkökur (e. cookies), IP tölu, vafrategund, staðsetningu, internetsöluaðila, tímastimplanir og önnur tilheyrandi gögn. HOME STUDIO notar þessar upplýsingar eingöngu til að auka gæði þjónustunnar. Velji viðskiptavinir að leyfa ekki vefkökur, verða ákveðnar hömlur á þjónustunni.

4. Tölvupóstar

Við skráningu hjá HOME STUDIO verður netfang viðskiptavina sjálfkrafa bætt á póstlista. Viðskiptavinur fær tölvupóst þar sem hann er boðinn velkominn til HOME STUDIO með yfirliti yfir skráningarupplýsingar ásamt ýmsu markaðsefni í tengslum við þjónustuna. Viðskiptavinir geta skráð sig af póstlistanum hvenær sem er en eiga þá á hættu að missa af stuðningsupplýsingum, upplýsingum um uppfærslur, breytingu á verði og uppfærslur á skilmálum. Gleymi viðskiptavinir lykilorði sínu er hægt að fara inn á skráningarsíðuna og smella á „gleymdirðu lykilorðinu“ og fá þannig nýtt lykilorð sent með tölvupósti.

5. Öryggi

Við verjum öll okkar gögn með dulkóðun og öðrum öryggisráðstöfunum til að passa að gögn viðskiptavina séu örugg. Við getum hins vegar ekki fullyrt að enginn utanaðkomandi komist í gögnin. Viðskiptavinir bera ábyrgð á að velja sér flókið og öruggt lykilorð til að koma í veg fyrir að aðrir geti giskað á lykilorðið og komist inn.

6. Breytingar á friðhelgisstefnu

Allar breytingar á þessari friðhelgisstefnu verða birtar á vefsíðu HOME STUDIO og sendar viðskiptavinum ef það á við.

7. Hafa samband

Séu viðskiptavinir með einhverjar spurningar eða áhyggjur í tengslum við friðhelgisstefnuna eða þjónustu HOME STUDIO má hafa samband í gegnum vefsíðuna.