Er hægt að grennast á meðan maður sefur?
Besti tíminn til að grennast er í svefni. Það er af því að líkaminn er hannaður þannig af náttúrunnar hendi að laga og endurnýja sjálfan sig á meðan þú sefur. Líkaminn þarf svefn til að laga/endurnýja og styrkja vöðva, liðamót og aðra hluta sem verða þreyttir við daglega notkun. Þetta endurnýjunarferli þarfnast orku – og sú orka kemur úr fituforðanum.
Kollagen er mjög mikilvægt í viðgerðarferlinu en það er algengasta próteinið í líkamanum. Það er uppistaðan í húðinni okkar, nöglum, brjóski og bandvef. Brjósk er stuðpúðinn á milli liðamóta og er ástæðan fyrir því að við höldum liðleika og hreyfanleika. Heilbrigt brjósk er í stöðugri endurnýjun. Með aldrinum hættir líkaminn að ná að framleiða nægilegt kollagen. Það er ástæðan fyrir að við fáum hrukkur og eldumst í útliti, verðum stirðari og missum hreyfanleika. Með því að taka inn kollagen styðjum við dýpri svefn og gefum þannig líkamanum meiri orku til að byggja upp vöðva og brenna fitu.
Amínósýrur bæta viðgerðarferlið. Amínósýrur hjálpa til við að viðhalda vöðvamassa og gera líkamanum kleift að nota fitu til orkunotkunar. Þetta leiðir af sér fitutap. Með aldrinum minnkar líkaminn framleiðslu á amínósýrum. Með því að taka inn efni eins og L-Carnitine (sem eru sérstakar amínósýrur) hjálpum við líkamanum að breyta aukafitu í orku. Í djúpum svefni vinna þessar amínósýrur eins og túrbóvél að hjálpa líkamanum að laga og endurnýja sjálfan sig og viðhalda vöðvamassa – og nota fituforða sem eldsneyti.
Það er mikilvægt að borða ekki 3 tímum fyrir svefninn. Ef við erum að taka inn kollagen er mjög mikilvægt að virkni efnisins sé ekki í samkeppni við meltingu. Þess vegna þarf að passa að borða ekkert a.m.k. 3 tímum fyrir svefn. Líkaminn mun setja meltinguna í forgang í stað þess að byrja endurnýjun með kollageni og vista fitu í stað þess að nota hana. Með þessu ertu komin í leiðindavítahring. Því minni tíma sem þú nærð í djúpan svefn, því minni tíma hefur líkaminn til að endurbyggja sig og viðhalda náttúrulegu heilbrigði (og minni fita er notuð í brennslu). Með því að hætta að borða 3 tímum fyrir háttinn hámörkum við getum líkamans til að nota fitu í orkubrennslu næturinnar.