Það eru margir þarna úti sem eru með viðkvæma úlnliði og eiga í erfiðleikum með hundinn, chaturanga og upphundinn í jóga. Lykilatriði við verndun úlnliða eru sterkur kviður og að kunna að beita lófunum rétt (sjá mynd).

Með því að virkja kviðinn virkjum við axlavöðvann og dreifum þannig álaginu. Það leiðir af sér minna álag á úlnliði. Slakir kviðvöðvar valda því að við „dömpum“ öllu álaginu á úlnliðina og með tímanum þróum við með okkur meiðsli.

Skoðaðu meðfylgjandi mynd af lófanum og vertu meðvituð/aður um að virkja kviðinn í öllu sem þú gerir til að vernda úlnliðina þína.